Flugeldamarkaður Björgunarfélagsins opnar í dag

Bæjarbúar hafa staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir

segir Adolf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja

28.Desember'11 | 13:59

Björgunarfélag Flugeldar

Í dag klukkan 13:00 opnaði flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg og verður hann opin daglega fram á gamlársdag en flugeldasala er stærsta fjáröflunarleið Björgunarfélagsins.
Eyjar.net hafði samband við Adolf Þórsson, formann Björgunarfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um flugeldasöluna í ár.
 
Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu:
Hún er undirstaða fyrir rekstur félagsins og allt starf á hennar vegum. Svo sem rekstur á björgunarbátnum Þór og allt nýliðastarf á vegum Björgunarfélagsins. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári.

Eru einhverjar nýungar í ár sem vert er að skoða?
Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Terturnar eru í raun og veru litlar flugeldasýningar í pappakössum. Hægt er að finna t.d. tertur með miklum og fallegum ljósum og einnig sem eru með sérstaklega mikið af sprengjum en minni ljós. Terturnar hafið notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár enda verða þær betri og betri með árunum.
Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi.

Hvernig er opnunartími flugelda markaðaðarins að Faxastíg:
Miðvikurdagurinn 28.des 13:00 - 21:00
Fimmtudagurinn 29.des 13:00 - 21:00
Föstudagurinn 30.des 10:00 - 21:00
Laugardagurinn 31.des 09:00 - 16:00
 
Föstudagur 9.jan 13:00 - 19:00
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.