Dagbók lögreglunnar

Eignarspjöll og umferðaróhöpp meðal verkefna lögreglu

Helstu verkefni frá 19. til 27. desember 2011

27.Desember'11 | 13:42

Lögreglan,

Vikan fór að mestu leiti ágætlega fram hjá lögreglu og fá mál sem komu upp. Hins vegar var í nógu að snúast hjá lögreglu og björgunarsveitum við að aðstoða fólk vegna óveðursins sem gekk yfir landið á aðfangadag. Eitthvað tjón varð í óveðrinu en þakplötur losnuðu á nokkrum stöðum auk þess sem lausamunir voru að fjúka til og frá.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða skemmdir inni á salernum skemmtistaðarins Hallarinnar aðfaranótt Þorláksmessu, en tveir speglar höfðu verið brotnir inni á kvennasalerni. Er vitað hver þarna var að verki og hefur viðkomandi viðurkennt skemmdirnar og ætlar sér að bæta fyrir tjónið.
 
Að morgni Þorláksmessu var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi verið tekin ófrjálsri hendi en umráðamaður hennar hafði fundið hana við Hamarsskóla. Síðar um daginn var lögreglu tilkynnt um að skýring væri komin á hvarfi bifreiðarinnar en kunningi tilkynnanda hafði tekið bifreiðina þá um nóttina til að komast til síns heima.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og áttu þau bæði sér stað á Þorláksmessu en í báðum tilvikum hafði verið ekið á kyrrstæðar bifreiðar. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum og lítið tjón á ökutækjum.
 
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegst nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Jafnfamt beinir lögreglan því til foreldra og forráðamanna barna að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega með skotelda og blys.
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is