Gleðilega hátíð Frelsarans

23.Desember'11 | 11:02
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helgihaldið og hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót í Landakirkju og á vegum hennar á Hraunbúðum og á Sjúkrahúsinu.
Aðfangadagur jóla 24. desember: Kl. 14. Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum og jólasálmum. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
Jólanótt 24. desember: Kl. 23.30. Guðsþjónusta með hátíðarsöngvum á jólanótt. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Kitty Kovács. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
Jóladagur 25. desember: Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur frá kl. 13.30 og með kórnum. Stjórnandi LV Jarl Sigurgeirsson. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Kitty Kovács. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
Annar dagur jóla 26. desember: Kl. 14. Barna- og skírnarguðsþjónusta. Litlir lærisveinar. Gítarleikari og barnakórstjóri Gísli Stefánsson. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson. Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Kitty Kovács. Prestur sr. Kristján Björnsson. Kl. 15.15. Helgistund á Sjúkrahúsinu í dagstofu 2. hæð. Litlir lærisveinar. Kórstjóri og gítarleikari Gísli Stefánsson. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
Miðvikud., 4. dagur jóla, 28. des.:
Kl. 16. Jólatrésskemmtun í boði Kvenfélagsins og starfsmanna kirkjunnar í Safnaðarheimilinu fyrir alla Eyjamenn og gesti. Ókeypis. Heitt súkkulaði og smákökur að hætti kvenfélagskvenna. Dansað kringum jólatré og kannski koma skemmtilegir sveinar í heimsókn með góðgæti.
 
 
 
 
Gamlársdagur 31. desember:
Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Elínborg Sigurgeirsdóttir (frá Hvammstanga). Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
 
 Nýársdagur 1. janúar 2012, átti dagur jóla:
 Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju. Organisti og kórstjóri Elínborg Sigurgeirsdóttir. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.