Hálkueyðandi salt í boði fyrir bæjarbúa

Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjabæ

22.Desember'11 | 14:49

snjór

Undanfarið hefur verið unnið að snjóruðningi og hálkueyðingu meðal annars á vegum Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja.
 
Við höfum engan veginn undan, ekki síst vegna mjög breytilegs tíðafars og finnst mörgum þeir og þeirra gata verði útundan, og er það vel skiljanlegt þar sem við höfum orðið að láta stofnbrautir og götur að öllum skólum á vegum Vestmannaeyjabæjar, ganga fyrir. Gangstéttar og göngustígar hafa því miður farið illa út úr þessu fyrirkomulagi og snjó rutt upp á gangstéttir því eitthvað verður að gera við snjóinn,(erum reyndar að moka og keyra honum burt af miðbæjarsvæðinu þessa stundina).
 
Saltkistum hefur verið dreift víða um bæinn og kæmi það sér vel ef fólk legði okkur lið og dreifði salti úr kistunum þar sem hált er, við gerum svo okkar besta að fylla á.
 
Þá viljum við benda bæjarbúum, sem þurfa að salta innkeyrslur og gangstíga við heimili sín, að vestan við malbikunarstöðina er saltbingur sem öllum er frjálst að taka úr, til heimabrúks.
 
Við gerum okkar besta og þið einnig þannig gengur þetta best.
 
Kallarnir í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja óska öllum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um farsæl mörg komandi ár og minni snjóJ
 
Bestu kveðjur
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
eftirlitsmaður fasteigna,
rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.