Útgerðir í Eyjum greiða 1.245 milljónir

20.Desember'11 | 15:58
Gangi áform stjórnvalda eftir um 27% veiðigjald af vergri framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári m.v. fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.
„Þetta má leiða út úr svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars Kr Guðfinnssonar alþingismanns. Til þess að setja þessa skattgreiðslu í samhengi við áþreifanlegt dæmi, þá nemur þessi fjárhæð hátt upp í kaupverðið á hinum nýja togara Vestmannaeyinga, Þórunni Sveinsdóttir VE 401.
 
Þessi áform stjórnvalda munu hafa mjög alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja og byggðarlög. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrirtækjunum eða þau lendi í þroti," segir á vef LÍÚ.
 
Listi yfir heimahafnir og tilgreindar þær fjárhæðir sem viðkomandi útgerðir í viðkomandi byggðarlögum munu koma til með að greiða, gangi þessi áform eftir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is