Eiður Aron gengur til liðs við Eyverja

14.Desember'11 | 14:17
Þann 30. desember hafa félagar Steingríms Jóhannessonar skipulagt mót í knattspyrnu til styrktar honum og fjölskyldu hans. Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, styðja að sjálfsögðu við bakið á þeim og taka þátt í mótinu.
Málefnið er gott en því fylgir þó líka einhver alvara. Líkt og Steingrímur gerði á sínum knattspyrnuferli, þá fara Eyverjar í alla leiki til að vinna. Síðastliðna daga hafa Eyverjar því slegið upp æfingabúðum í Ásgarði og haldið þar hópeflisfundi inn á milli strangra æfinga.
 
Þessu til viðbótar hafa Eyverjar staðið í viðræðum við fulltrúa sænska knattspyrnuliðsins Örebro og hafa samningar nú loksins tekist. En einn besti knattspyrnumaður landsins Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir samning við Eyverja og mun hann leika með félaginu þann 30. desember. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en það rennur vitaskuld til málefnisins.
 
Eðlilega hefur þessi samningur á milli Eyverja og Eiðs valdið nokkrum titringi í öðrum liðum sem stefna á þátttöku og segir sagan að sum lið hreinlega skjálfi á beinunum. Það er þó ekki öll nótt úti enn, því ákvæði í samningi Eyverja og Örebro heimilar Eyverjum að lána Eið fáist gott tilboð. Hægt er að senda inn tilboð á eyverjar@eyverjar.is. Eyverjar áskilja sér þó rétt til að hafna öllum tilboðum.
 
Á meðfylgjandi myndum má sjá forsvarsmenn Eyverja og Eið Aron handsala samninginn.
 
Stjórn Eyverja

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.