Jólaperlur haldnar á ný þann 20.desember næstkomandi

9.Desember'11 | 13:50
Jólaperlur, árlegir tónleikar til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju verða haldnir aftur í ár þann 20. desember kl 20:00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Tónleikarnir verða með sama sniði og í fyrra en fjöldi nýrra söngvara munu koma fram ásamt Jólatríoinu og Leikhúsbandinu. Þar má nefna Unu Þorvaldsdóttur, sem gerði frábæra hluti í Jólastjörnunni á Stöð Tvö fyrir stuttu, Rakel Hlynsdóttur og Berglindi Sigmarsdóttur. Þú munu Sísí Ástþórsdóttir og Elín Sólborg Eyjólfsdóttir sem slóu í gegn með Leikfélagi Vestmannaeyja í verkinu Mamma Mia koma fram.
Þá munu tvær ungar stúlkur, Svanhildur Eiríksdóttir og Sigríður Þóra Ingadóttir syngja dúett og ný stofnaður kammerkór tekur nokkur lög. Jólatríóið skipa að venju Birkir Högnason, sem einnig heldur tónleikana, Vilborg Sigurðardóttir og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Leikhúsbandið skipa, Birgir Nielsen, Gísli Stefánsson, Högni Hilmisson og Matthías Harðarson ásamt Þóri Ólafssyni. Lögin verða úr öllum áttum bæði á íslensku og ensku. Miðaverð verður óbreytt frá því í fyrra eða 1.500 krónur og innifalið í því er eins og áður kaffi og eitthvað með því.
 
Í fyrra varð algjör húsfyllir og verður því að þessu sinni hægt að tryggja sér miða í síma 772-1870. Hvet alla til þess að mæta og eiga notalega kvöldstund með vinum, fjölskyldu og frábæru tónlistafólki frá Vestmannaeyjum og leggja um leið góðu málefni lið en allur aðgangseyrir rennur beint og óskiptur til Æskulýðsfélagsins og gefa því allir tónlistarmenn og söngvarar vinnu sína að vanda. Hlökkum til að sjá ykkur.
 
F.h. Tónlistamanna og Æskulýðsfélagsins
 
Birkir Högnason.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).