Bæjarráð bendir á að rekstrargjöld Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lækkuðu um 17% milli áranna 2008 og 2010

9.Desember'11 | 07:29
Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og tók m.a. annars fyrir erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna mikillar lækkunar á fjárveitingum til stofnunnarinnar á síðustu árum.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Mikið hefur dregið úr heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum á seinustu árum. Stærsta breytingin er sú að skurðstofan er nú lokuð í sex vikur á ári. Þá hefur verið dregið mikið úr göngudeildarstarfsemi og úr þjónustu heilsugæslulækna. Þjónusta á göngudeildum sykursjúkra, hjarta- og offituskjúklinga hefur einnig dregist saman. Mönnun legudeilda er minni og áfram má telja. Hvað sem líður yfirlýsingum velferðarráðuneytisins þá óttast bæjarráð að verið sé að draga úr þjónustu og öryggi Eyjamanna.
 
 
Bæjarráð bendir á að rekstrargjöld Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lækkuðu um 17% milli áranna 2008 og 2010. Fjárveitingar hennar lækkuðu svo um 62,2 milljónir í fjárlögum 2011. Áætluð hagræðingakrafa ásamt uppsöfnuðum halla er núna um 40 milljónir króna. Við þetta bætist tugmilljóna samdráttur í framlögum til Hraunbúða sem annast stóran hluta af heilbrigðisþjónustu við eldri borgara. Yfirlýsing velferðarráðuneytis um að ekki sé gert ráð fyrir að breytingar verði á þjónustustigi við íbúa Vestmannaeyja þarfnast því skýringa.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).