Til upplýsinga vegna færðar

8.Desember'11 | 08:51

snjór

Upp koma áleitnar spurningar, m.a. um snjóruðning í þessari „blíðu“.
 
Rétt er að benda á reglur um vetrarþjónustu sem er að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, slóðin er: http://vestmannaeyjar.is/?p=100&id=2324&u=2324
 
Byrjað var að ryðja fyrir kl. 6 í morgun og eru öll tæki Þjónustumiðstöðvar úti sem og tæki frá Íslenska gámafélaginu og Gröfuþjónustu Brinks.
 
Byrjað var að ryðja fyrir kl. 6 í morgun og eru öll tæki Þjónustumiðstöðvar úti sem og tæki frá Íslenska gámafélaginu og Gröfuþjónustu Brinks.
 
Þeir sem vilja vita hvenær rutt verður hjá „mér“ þá getum við ekki svarað því frekar en aðrir, þar sem við verðum að vinna okkur úr stofnbrautum og svo inn í hverfin.
 
Það hefur enginn neitt út í umferðina að gera ef ekki er búið að ryðja stofnbrautir, þar verða og eru í reynd núna, fastir bílar sem eru að tefja mjög mikið þessa stundina.
 
Rétt er að benda sérstaklega á, að við ruðning ryðst mjög oft fyrir innkeyrslur og við því er ekkert að gera, þegar mikið liggur á að opna leið um götur bæjarins.
 
Vestmannaeyjabær tekur ekki að sér að moka úr innkeyrslum og er bent á verktaka í bænum sem taka slíkt að sér.
 
Með von um að ofangreint skýri fyrirkomulag á sjóruðningi sem bærinn sér um og ástandið þessa stundina og góðan skilning við þessar óvenjulegu aðstæður.
 
Bestu kveðjur.
 
 
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.