Verður Sjúkrahús Vestmannaeyja lagt niður?

Eftir Stein Jónsson

7.Desember'11 | 08:44
Það hefur verið yfirlýst markmið velferðarráðherra að bæta eigi aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að sérfræðilæknisþjónustu. Þetta hefur margoft komið fram í gögnum frá ráðuneytinu og viðræðum ráðherra við lækna. Því kom það verulega á óvart í vikunni að heyra fréttir af því að leggja ætti Sjúkrahús Vestmannaeyja niður.
 
 
Eins og kunnugt er eru samgöngur milli lands og Eyja ótryggar og þess vegna hefur verið sérstaklega mikilvægt fyrir íbúa Vestmannaeyja að þar sé rekið sjúkrahús sem getur sinnt allflestum bráðatilfellum. Fram til þessa hafa verið starfandi á sjúkrahúsinu skurðlæknir, svæfingalæknir og lyflæknir sem hafa tryggt nauðsynlega bráðaþjónustu fyrir íbúa Vestmannaeyja ásamt heilsugæslulæknum á staðnum.
 
Nú hefur ráðuneytið sett fram kröfu um 40 milljóna króna niðurskurð á sjúkrahúsið í viðbót við niðurskurð fyrri ára. Ljóst er að ómögulegt verður fyrir sjúkrahúsið að standa við þennan niðurskurð nema með afdrifaríkri skerðingu á þjónustu við íbúana.
 
Mannekla og landflótti hrjáir nú heilbrigðisþjónustuna í landinu. Alvarlegastur er vandinn líklega á landsbyggðinni en þar vofir einnig yfir hálfopinber stefna stjórnvalda um að gera róttækar breytingar á skipan heilbrigðisþjónustunnar í þá veru að í framtíðinni verði aðeins tvö deildaskipt sjúkrahús starfandi í landinu, Landspítalinn í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þegar þessu er síðan fylgt eftir með miskunnarlausum niðurskurði þá eru skilaboðin skýr til þeirra sem gætu verið að hugleiða það að flytja til landsins og sérlega að starfa utan stærstu þéttbýliskjarnanna.
 
Þessi stefna virðist vera í hróplegu ósamræmi við það yfirlýsta markmið velferðarráðherra að jafna aðgengi landsbyggðarfólks að sérfræðilæknisþjónustu. Eina leiðin til að tryggja nauðsynlega sérfræðilæknisþjónustu við íbúa á landsbyggðinni er að þar sé aðstaða til þess að sinna henni og tækifæri fyrir sérfræðilækna að starfa í stærstu sérgreinunum, lyflækningum og skurðlækningum.
 
Samgöngur á Íslandi eru víða það ótryggar að allt tal um að hafa aðeins tvo spítala í landinu gengur ekki upp. Bættar samgöngur munu vafalaust leiða til þess að einhver samþjöppun geti orðið í sjúkrahúsþjónustunni á landsbyggðinni en sú þróun tekur tíma og skynsamlegt er að rasa ekki um ráð fram í þessum efnum. Ráðamenn verða að átta sig á þessum staðreyndum og vinda ofan af óraunhæfum niðurskurði.
 
Höfundur er læknir og á sæti í stjórn Læknafélags Íslands.
 
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.