Dagbók lögreglunnar

Tvö fíkniefnamál, bruni og líkamsárás meðal verkefna lögreglu

Helstu verkefni frá 28. nóvember til 5. desember 2011

5.Desember'11 | 16:05

Lögreglan,

Það var í nógu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið, eins og fram kemur hér að neðan. Skemmtanahald helgarinnar fór að mestu ágætlega fram en þó var nokkuð um stympingar við og á skemmtistöðum en einungis ein kæra liggur fyrir vegna líkamsárásar. Þá var nokkuð kvartað yfir hávaða í heimahúsum vegna gleðskapar.
Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum þá varð bruni að Bárustíg 2 aðfaranótt 30. nóvember sl. en í húsnæðinu voru Hótel Eyjar og veslun Eymundsson. Töluverður eldur logaði í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans. Töluvert töluvert tjón varð í brunanum bæði vegna elds og ekki síður reyks og vatns. Lögreglan naut aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins og var niðurstaðan sú að eldurinn hafði kviknað út frá þurrkara.
 
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtana hald helgarinnar en árásin átti sér stað í andyri Hótel Þórshamars að morgni sl. laugardags. Þarna höfðu tveir ölvaðir menn ætlað sér inn á hótelið en næturvörður sem var þar að störfum meinaði þeim inngöngu. Við það varð annar mannanna ósáttur og henti bjórflösku í höfuð næturvarðarins þannig að hann fékk mar á enni og þá skemmdust gleraugu sem hann var með. Varð út úr þessu átök á milli næturvarðarins og þess sem henti flöskunni og bárust þau út á götu þar sem lögreglumenn, sem höfðu verið í útkalli á veitingastaðinn Lundann, skökkuðu leikinn. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til víman rann af honum. Hann var síðan laus eftir skýrslutöku síðdegis sama dag.
 
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst smáræðis af kannabisefnum við húsleit í heimahúsi. Í hinu tilvikinu var komið með smáræði af amfetamíni á lögreglustöðina sem fannst fyrir utan veitingastaðinn Lundann.
 
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður þar sem hann hafði ekki réttindi til að aka þeirri bifreið sem hann ók. Einn ökumaður fékk sekt fyrir ólöglega lagningu ökutækis síns.
 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.