Skóflustunga tekin að nýrri stúku

4.Desember'11 | 09:09
Það er ekki sérlega knattspyrnulegt, veðrið í Vestmannaeyjum í gær, frekar en annars staðar á landinu, þriggja stiga frost og snjór yfir öllu. En knattspyrna var samt efst í huga margra þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri stúku, sem á að byggja á Hásteinsvelli í vetur.
 
Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður fékk það hlutverk að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu. Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-íþróttafélags, velti því fyrir sér, þegar hann ávarpaði viðstadda, hvort Eyjólfur væri enn með skurðgröfuréttindin en honum fór skóflustungan vel úr hendi og tók raunar nokkrar.
 
Stúkan á að vera tilbúin í byrjun maí á næsta ári en hún er forsenda þess, að ÍBV fái heimaleikjarétt í Íslandsmótinu næsta sumar. Stúkan verður yfirbyggð og mun taka 500 manns í sæti og hægt er að stækka hana í 800 sæti. Áætlaður kostnaður við stúkuna er 46 milljónir. Nokkur útgerðarfélög í Vestmannaeyjum munu fjármagna bygginguna að miklu leyti, auk framlags frá Vestmannaeyjabæ og Knattspyrnusambandi Íslands.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.