Útgerðir í Vestmannaeyjum hafa greitt 775 milljónir króna í veiðigjald síðustu sex fiskveiðiárin

2.Desember'11 | 15:17

Kap ve VSV

Útgerðir hafa greitt 5,8 milljarða króna í veiðigjald síðustu sex fiskveiðiár. Af því kemur fjórðungur frá útgerðum skipa sem hafa heimahöfn í Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks úr Norðvesturkjördæmi.
 
Útgerðir í Vestmannaeyjum hafa greitt 775 milljónir króna í veiðigjald síðustu sex fiskveiðiárin, það nemur rúmlega þrettán prósentum heildarupphæðarinnar. Reykvískar hafa greitt 700 milljónir í veiðigjald og þar með tólf prósent alls innheimts veiðigjalds síðustu ár. Þetta eru einu hafnirnar þar sem veiðigjaldsgreiðslur fara yfir hálfan milljarð króna á þeim tíma sem um ræðir, fiskveiðiárunum frá 2005/2006 til 2010/2011.
 
Útgerðir skipa í Grindavík hafa greitt 443 milljónir króna í veiðigjald, akureyrskar útgerðir 348 milljónir og útgerðir á Akranesi 308 milljónir.
 
Rúmlega helmingur veiðigjalds var innheimtur á síðasta ári, 3,1 milljarður króna, eftir að veiðigjaldið var hækkað. Fyrir það var árlegt veiðigjald á bilinu hundrað til ellefu hundruð milljónir.
 
Ráðgert er að veiðigjald yfirstandandi fiskveiðiárs nemi 4,5 milljörðum króna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is