Ný Eyjaferja fyrir 2015

1.Desember'11 | 08:10

Bakkafjöruferja

Ákveðið var í gær að hefja strax athugun og undirbúning að smíði nýrrar ferju sem tæki við af Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi enda ljóst að verulegar frátafir verði við siglingar í Landeyjahöfn á meðan núverandi ferju er siglt.
 
Þetta var niðurstaða fulltrúa innanríkisráðuneytis, Siglingastofnunar, Vegagerðar og Vestmannaeyjabæjar sem ræddu um siglingar milli lands og Eyja á fundi í ráðuneytinu í dag. Leitað er framtíðarlausnar á þessum siglingum til að tryggja öruggar ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.
 
Að sögn samgönguráðuneytisins verða athugaðar heppilegar leiðir til að fjármagna verkefnið. Stefnt sé að því að ný ferja geti hafið siglingar ekki síðar en árið 2015 og fyrr ef undirbúningur og smíði á nýju skipi leyfi.
 
Þá var einnig á fundinum rætt um hvernig tryggja megi betur umferð um Landeyjahöfn þar til ný ferja verður tekin í notkun. Bráðabirgðalausnir eru einnig áfram til skoðunar.
 
Farið var yfir vandamál við dýpkun og þá kosti sem eru í stöðunni varðandi siglingar í vetur. Tíminn þar til ný ferja kemur verður nýttur til þess að finna varanlega lausn á því hvernig megi viðhalda nægu dýpi í höfninni. Innanríkisráðherra mun fljótlega boða til annars fundar með sömu aðilum um þessi mál.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.