Tjón Eymundsson um 40 milljónir

Búið er að færa verslun Símans sem var í Eymundsson í raftækjaverslunina Geisla

30.Nóvember'11 | 13:36

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Tjón Eymundsson vegna skemmda af völdum eldsvoða í Vestmannaeyjum í nótt gæti numið í kringum 40 milljónum, að mati Ingþórs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Eymundsson. Kapp er lagt á að opna nýja búð í Eyjum sem fyrst.
Ingþór sagði gert ráð fyrir að allar vörur, tæki og innréttingar séu ónýtar. Eymundsson var með bókaverslun, kaffihús og rak einnig afgreiðslu fyrir Símann á jarðhæð Drífanda. Hótel Eyjar var á efri hæðum hússins. Þar braust út eldur um klukkan þrjú í nótt.
 
Húsið fylltist af reyk og mikið vatn barst niður í bókabúðina.
 
„Við gerðum ráðstafanir í morgun til að endurpanta vörur í nýja verslun. Við erum að leita að húsnæði og það er ýmislegt í deiglunni,“ sagði Ingþór. Hann sagði stefnt að því að opna verslun á nýjum stað eftir örfáa daga.
 
Nú þegar er komið fólk á vegum Eymundsson til Eyja að sinna fyrirtækjum með rekstrarvörur og verður haldið uppi fullri þjónustu við fyrirtækin í Eyjum. Þá verður reynt að opna bókabúðina svo fljótt að Vestmannaeyingar fari ekki á mis við þjónustu. Búið er að færa verslun Símans sem var í Eymundsson í raftækjaverslunina Geisla.
 
Ingþór sagði að samkvæmt lauslegu mati hafi verið birgðir í búðinni að andvirði 20-30 milljónir. Þá var þar kaffihús með húsbúnaði og tækjum. Húsnæðið var nýlega tekið í gegn og gólfefni, innréttingar, lýsing og rafmagn endurnýjuð.
 
„Þetta er svolítið stórt tjón fyrir okkur því þetta var svo nýtt,“ sagði Ingþór. „Þetta var stórglæsilegt húsnæði og vel staðsett. Uppsetningin og umgjörðin þannig að hún hæfði þessari verslun mjög vel með kaffi, bækur og tímarit. Þetta var orðinn samkomustaður í bænum.“
 
Að öllu samanlögðu áætlaði Ingþór að tjónið gæti verið nálægt 40 milljónum króna. Hann sagði að byrjað sé að skoða málið í samvinnu við tryggingafélag.
 
„Við finnum mikinn velvilja hjá Vestmannaeyingum og það eru allir boðnir og búnir að aðstoða okkur,“ sagði Ingþór.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).