Kiwanismenn gefa iPad til sérdeilda leikskóla í eyjum

29.Nóvember'11 | 09:55
Kiwanisklúbburinn Helgafell kom færandi hendi á leikskólana tvo í Vestmannaeyjum, Kirkjugerði og Sóla.
Klúbburinn afhenti leikskólunum tveimur sitthvora iPad spjaldtölvuna en slíkar tölvur þykja henta vel í
sérkennslu á leikskólunum.
Það voru þær Júlía Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Sóla og Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Kirkjugerði sem veittu tölvunum viðtöku.

Framundan er sala á Jólasælgæti hjá Helgafelli, sem er um leið ein stærsta fjáröflun klúbbsins en þá ganga félagsmenn í hús og selja öskju fulla af góðgæti. Bæjarbúar eru hvattir til að taka vel á móti Kiwanismönnunum og styrkja þeirra góða starf.
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.