Afmælisár í Safnahúsi árið 2012

29.Nóvember'11 | 07:33
Árið 2012 eru 150 ár frá stofnun Bókasafns Vestmannaeyja og 80 ár frá stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja. Tillögur starfshóps um tilhögun afmælisársins lagðar fram á síðasta fundi Fræðslu- og menningarráðs.
 
Mikil uppbygging hefur verið í safnamenningu Vestmannaeyja á undanförnum árum. Sæheimar, Sagnheimar og Surtseyjarstofa eru flaggskip safna okkar í dag. Safnahúsið hefur tekið miklum breytingum á undanförnu ári, ný og glæsileg Einarsstofa hefur verið opnuð og sannað gildi sitt fyrir farandssýningar. Safnahúsið hefur verið klætt að utan og er útlit þess í dag undir áhrifum jarðfræðilegrar sögu Vestmannaeyja. Byggðasafnið tók miklum stakkaskiptum við opnun Sagnheima og er óhætt að segja að gríðarlega vel hafi tekist við að færa sögu Vestmannaeyja til nútímans. Viðtökur við Sagnheimum hafa verið mjög góðar og aðsókn mikil og er það krefjandi hlutverk safnstjóra að halda áhuga bæjarbúa og ferðalanga á Sagnheimum og tryggja að þetta sé ekki einungis nýjabrumið heldur það sem koma skal. Nú þar sem styttist í afmælisár safnanna í Safnahúsinu hafa Kári Bjarnason, Helga Hallbergsdóttir og Arnar Sigurmundsson hafið undirbúningsvinnu við tilhögun og skipulagningu afmælisársins. Ráðið þakkar þeim fyrir þeirra vinnu.
 
Ráðið skipar starfshóp sem samanstendur af Hildi Sólveigu Sigurðardóttur formanni ráðsins, Kristínu Jóhannsdóttur menningarfulltrúa, Kára Bjarnasyni bókasafnstjóra, Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra Sagnheima og Arnari Sigurmundssyni til frekari undirbúnings afmælisársins og þróunar dagskrár.
Ráðið samþykkir að bærinn úthluti kr. 2.000.000,- til skipulagningar og beinir því til fjármálasviðs að taka tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.