Dagbók lögreglunnar

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar

Helstu verkefni frá 21. til 28. nóvember 2011

28.Nóvember'11 | 15:07

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að einhver stóráföll hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram, þó var eitthvað um pústra á skemmtistöðum bæjarins og liggur ein kæra fyrir vegna líkamsárásar.
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin stað inni á veitingastaðnum Cornero aðfaranótt 27. nóvember sl. Þarna hafði maður verið slegin í andlitið en ekki er ljóst hver ástæða árásarinnar var. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina en um var að ræða rúðubrot í BK-gler v/Skildingaveg. Er vitað hver þarna var að verki og viðurkenndi hann að hafa brotið rúðuna.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en engin slys á fólki var í þessum óhöppum. Í einu tilviki þurfti að draga bifreið á brott þar sem hún var óökufær á eftir.
 
Síðdegis þann 27. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt að tveir ungir drengir væru að príla í jólatrénu sem er á Stakkagerðistúni en tendruð voru ljós á trénu sl. föstudag. Talið er að drengirnir hafi ætlað að losa perur úr seríu sem er á trénu, en það tókst þeim ekki þar sem vökull vegfarandi stóð þá að verki.
 
Lögreglan vill minna eigendur bifreiða og ökumenn á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna, en lögreglumenn hafa orðið varir við, að ljósabúnaði þó nokkurra ökutækja er ábótavant. Nauðsynlegt er að hafa öll ljós í lagi til að auka öryggi, bæði gangandi og akandi vegfarenda.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%