Skelfileg örlög læðunnar Lolu

Lifði í 10 daga eftir að lögreglumaður í Eyjum skaut hana

23.Nóvember'11 | 10:20

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Það tók læðuna Lolu tíu daga að komast til sín heima eftir misheppnaða tilraun lögreglumanns til að aflífa hana með skotvopni. Atburðurinn átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum þegar eigandi kattarins vildi losa sig við Lolu, sem var eins árs, og hafði samband við lögregluna og bað hana um aðstoð.
Enginn dýraspítali er í Vestmannaeyjum, en dýralæknir kemur á þriggja vikna fresti og tekur þá að sér að aflífa dýr sé þess óskað. Að sögn konu sem tengist málinu, var farið með læðuna á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum þar sem lögreglumaður tók að sér að lóga henni. Hann fór með læðuna, sem var í kassa, út í hraun og hleypti af skoti úr byssu í þeim tilgangi að lóga henni. Það fór ekki betur en svo að styggð kom að læðunni við skotið og hún náði að losa sig úr kassanum og hljóp í burtu út í hraunið.
 
Hún var tíu daga að komast stutta vegalengd heim. Á höfði hennar var greinilegt skotsár. Hún var mjög máttfarin vegna áverkanna og tíu daga án matar, en vildi greinilega komast inn í húsið. „Hún vildi komast heim til að deyja,“ segir konan. Lögreglan aflífaði svo Lolu þegar eigandi hennar fór með hana aftur niður á lögreglustöð.
 
Lögreglumaðurinn sem um ræðir segist sjálfur eiga dýr og sé miður sín eftir þetta atvik. Í umfjöllun um málið í DV í dag segir sérfræðingur í dýrarétti að það hafi verið siðferðislega rangt af lögreglunni að beita þessari aðferð við aflífun kattarins. Lögreglan verði mögulega kærð vegna atviksins.
 
tekið af www.dv.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.