Loðnuhrogn í neðanjarðarleiðangur

23.Nóvember'11 | 08:39

Ísfélag

Loðnuhrognum Ísfélags Vestmannaeyja verður dælt neðanjarðar þessa vertíðina í stað þess að keyra þau á milli húsa félagsins. Eldsneytissparnaður er þó ekki ástæðan heldur fyrst og fremst gæðastjórnun.
Það er þekkt að afla sé dælt úr skipi inn í hús. Sömu lögmál gilda þó leiðin sé lengri á milli húsa Ísfélagsins en víða þekkist. Í fyrsta áfanga verður loðnuhrognum dælt frá flokkunarstöð við löndunarkantinn að vinnslunni sem fer fram í hinu húsinu. Meðal framtíðarhugmynda er að færa löndunaraðstöðu félagsins nær frystihúsinu. Því er gert ráð fyrir þeim möguleika að dæla í báðar áttir, til dæmis úrgangi frá vinnslu að bræðslu.
 
Vörubílaakstur um miðbæinn mun því heyra sögunni til. Aðalástæða framkvæmdanna er þó sú að öll vinnsla fari fram innandyra, ef svo má segja. Framkvæmdirnar eru einnig hluti af stærri heildarmynd þar sem Vestmannaeyjabær og frystihúsin tvö, Ísfélagið og Vinnslustöðin, hafa unnið að lausn varðandi frárennslimál bæjarins.
 
Þrátt fyrir hreinsibúnað hjá báðum fyrirtækjum blandast frárennsli þeirra við bæjarskólpið. Hreinsun er því ekki sem skyldi við útrásina í fjöruborðinu á Eiðinu. Þó grúturinn þar sé ekki fögur sjón heillar hann fugla og fiska sem stundum berjast um ætið. Hugmyndin er að dæla úrgangi frá frystihúsunum framhjá bæjarkerfinu. Næsta sumar stendur svo til að færa sjálfa útrásina um 250 metra frá landi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is