5 stjörnu tónleikar í Hörpu í gærkvöldi

17.Nóvember'11 | 10:17
Í gærkvöldi voru haldnir tónleikar í hátíðarsal tónleikahússins Hörpu í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Uppselt var á tónleikana og voru tónleikagestir yfir 1500 talsins.
Lúðrasveit Vestmannaeyja byrjaði tónleikana og varð manni strax ljóst að eitthvað stórkostlegt væri í vændum. Fyrsta lagið á dagskrá kvöldsins var Heima og var það Egill Ólafsson sem söng frábærlega.
 
Dagskráin samanstóð af 18 lögum sem að Oddgeir samdi og flest þeirra voru þjóðhátíðarlög. Þorvaldur Bjarni útsetti lögin fyrir hljómsveitina og gerði hann það vel og var undirleikur þeirra frábær.
 
Þrjú lög stóðu upp úr í gærkvöldi. Það var söngur Egils Ólafssonar á laginu Báran sem var eitt af uppáhaldslögum Oddgeirs en lagið er sjaldan spilað opinberlega í dag. Einnig söng Margrét Eir lagið Góða nótt fallega og útsetningin á því lagi var frábærlega vel unnin og sáust tár renna niður fjölmargar kinnar þegar lagið var spilað.
Oddgeir hefur líklega ekki séð það fyrir þegar hann samdi lagið Glóðir að síðhærður rokkari ætti eftir að syngja lagið hans. Eyþór Ingi söng lagið frábærlega í nokkuð rokkaðri útgáfu og var lagið flutt af miklum krafti bæði af undirleikurum og söng Eyþórs.
 
Öll umgjörð tónleikanna var til fyrirmyndar og eiga þau Bjarni Ólafur og Guðrún Mary hrós skilið fyrir að hafa haft veg og vanda af skipulagningu tónleikanna. Skora ég á þau að gera aðra tilraun til að flytja þessa frábæru tónleika til eyja.
 
Ég gef tónleikunum 5 stjörnur. Skipuleggjendur, söngvarar og tónlistarfólk hafið þúsund þakkir fyrir frábæra skemmtun!!
 
Kjartan Vídó
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.