Dagbók lögreglunnar

Bruni og olíuleki meðal verkefni lögreglunar

Helstu verkefni frá 7. til 14. nóvember 2011

14.Nóvember'11 | 15:37

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór helgin ágætlega fram. Eitthvað var þó um vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins vegna ölvunarástands gesta staðanna.
Að kvöldi 8. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um eld í nót sem geymd var við netaversktæðið Ísnet. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð ekkert tjón á öðru en nótinni. Er talið að þarna hafi verið um íkveikju að ræða en ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki. Lögreglan ítrekar fyrri fréttatilkynningu varðandi atvikið og óskar eftir að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru á ferð gefi sig fram við lögreglu.
 
Síðdegis þann 10. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um að olía læki niður Strembugötu frá bifreiðastæðinu við Höllina. Var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út til að hreinsa olíuna. Ekki er vitað hvaðan þessi olía kom en þarna var um töluverða hættu að ræða þar sem gatan varð mjög hál en engin óhöpp urðu af völdum olíunnar.
 
Lögreglan vill enn og aftur minna fólk á endurskinsmerkin en þau hafa ítrekað sannað notagildi sitt sem öryggistæki.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is