Bjartar vonir vakna í Eyjum aflýst

14.Nóvember'11 | 12:50
Okkur þykir afar leitt að tilkynna að fyrirhugaðir hátíðartónleikar, Bjartar vonir vakna, sem áttu að fara fram í Höllinni næstkomandi sunnudag, hafa verið slegnir af. Ástæðan er afar dræm forsala. Það var einlæg von okkar að við gætum haldið þessa glæsilegu tónleika, Oddgeiri til heiðurs, í heimabæ hans. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa keypt sér miða fyrir að bregðast vel við forsölunni og biðjumst velvirðingar á því að þurfa að fella þá niður.
Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hafa hvatt okkur áfram í þessu verkefni og jafnvel komið með hugmyndir til okkar til að glæða forsöluna. En eins fram hefur komið er þetta verkefni af þeirri stærðargráðu, að við treystum okkur ekki til að taka áhættuna á að selja 75% af miðunum á tónleikadaginn. Miðarnir sem hafa verið keyptir í forsölu á tónleikana í Eyjum verða endurgreiddir í La Tienda.
 
 
Eyjakveðja
Guðrún Mary og Bjarni Ólafur
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).