Tjónið hleypur hugsanlega á milljónum

9.Nóvember'11 | 07:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Eldur kviknaði í síldarnót í Vestmannaeyjum í kvöld, en slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan tíu. Allt tiltækt slökkviliði var kallað á vettvang þar sem bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði voru nærri nótinni.
Þar að auki eru gufurnar afar eitraðar. Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað hversu mikið tjón hlaust af brunanum en samskonar síldarnót kostar á bilinu 50-60 milljónir króna ný. Óttast er því að tjónið gæti numið milljónum.
 
Nótin stóð úti, fyrir utan verkstæði, og þar var engin sjáanleg eldfim efni að finna, því þykir líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.