Ólína segir Árna Johnsen hafa hrotið í þingsal

„Þetta eru slíkar dylgjur og bullumblambur að ekki er boðlegt“

9.Nóvember'11 | 13:12
Ólína Þorvarðardóttir og Árni Johnsen tókust á í þingsal í gær, en Ólína sagði að Árni hefð verið sofandi undir ræðu sinni og hefði því ekki getað heyrt hana svara tillögum sjálfstæðismanna um uppbyggingu íslensks efnahagslífs.
 
Í tengslum við sjávarútvegsumræðu og tillögur Sjálfstæðisflokksins svaraði Árni ummælum Ólinu og sagði að umræða hennar einkenndist af þekkingarleysi á eðli og umhverfi fiskveiða á Íslandi. Ólína var ekki sátt við þau viðbrögð og sagði við Árna:
„Þingmaðurinn hefði átt að halda sér vakandi.“
 
Þau tókust nokkuð á og margsinnis þurfti forseti að slá í bjölluna og áminna þau, Ólínu úr ræðustól og Árni úr salnum.
 
Þegar forseti áminnti Ólínu fyrir orðalag þá sagði Ólína: „Nei frú forseti, ég lít svo á að ég megi vekja athygli á því þegar menn sofa undir ræðum og koma svo og þenja sig í ræðustóli.“ Árni kallaði þá úr salnum og kvað þetta ekki vera rétt og sagði Ólínu ekki segja sannleikann.
 
Hann kom svo í ræðustól þar sem hann hafði þetta að segja:
„Það er ótrúlegur dónaskapur af háttvirtum þingmanni Ólínu Þorvarðardóttur að bera mönnum það á brýn að þeir hrjóti hér í þingsal. Ég hlustaði á ræðu háttvirts þingmanns eins og aðrir hér inni og þetta eru slíkar dylgjur og bullumblambur að ekki er boðlegt.“

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.