Dagbók lögreglunnar

Tveir menn réðust á stúlku á nítjánda ári

Helstu verkefni frá 31. október til 7. nóvember 2011

7.Nóvember'11 | 16:23

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið. Skemmtana hald helgarinnar fór þokkalega fram en nokkur ölvun var enda fjöldi fólks að skemmta sér. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í vikunni og þá fékk einn að gista fangageymslur lögreglu.
Maður sem hafði verið að ógna fólki með hífi á veitingastaðnum Cornero aðfaranótt 6. nóvember sl. var handtekinn og fékk hann gistingu í fangageymslu lögreglu. Gaf hann þá skýringu að hann hafi ætlað að verja sig fyrir hugsanlegum árásum manna sem hann taldi að ætluðu að ráðast á hann.
 
Þriðjudaginn 1. nóvember sl. lagði 16 ára drengur fram kæru vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir aðfaranótt 30. október sl. fyrir utan veitingastaðinn Cornero. Hann hafði verið sleginn eitt högg í andlitið með þeim afleiðingum að tvær tennur losnuðu auk þess sem efri gómur brotnaði. Tönnunum var komið fyrir aftur en ekki er vitað hvort hægt sé að bjarga þeim. Árásin virðist hafa verið að tilefnislausu.
 
Laust upp úr hádegin þann 6. nóvember sl. lagði maður fram kæru vegna líkamsárásar fyrir utan veitingastaðinn Volcano sem hann kvaðst hafa orðið fyrir þá um nóttina eða um kl. 03:30. Kvaðst hann hafa fengið eitt högg í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Maðurinn þekkti ekki árásarmanninn, en ekki er vitað hver hann er og lýsir lögreglan því eftir vitnum að árásinni og hvetur þá sem geta gefið upplýsingar um árásina að hafa samband í síma 48 1665.
 
Síðdegis þann 6. nóvember sl. kom stúlka á nítjánda ári á lögreglustöðina og lagði fram kæru á hendur tveimur mönnum sem hún sagði að hefðu ráðist á hana fyrir utan Hásteinsveg 7. Munu þeir hafa áreitt hana kynferðislega og m.a. rifið sokkabuxur sem hún var í. Stúlkan kvaðst ekki hafa þekkt mennina en taldi að þeir væru af erlendu bergi brotnir. Taldi hún þá á aldrinum 20 – 30 ára um 180 cm. á hæð og dökkhærða. Var annar með rakað hár mjög stutt og hafi hann verið í hettupeysu. Hinn hafi verið með venjulega sídd á hári og í skyrtu. Lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að hafa samband í síma 481 1665.
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).