Aaron Spear vill spila aftur með ÍBV næsta sumar

7.Nóvember'11 | 14:23
Enski framherjinn Aaron Spear hefur áhuga á að leika aftur með ÍBV næsta sumar en hins vegar er óvíst hvort hann muni semja við félagið.
 
Þessi 18 ára gamli leikmaður kom til ÍBV í júlí og skoraði fimm mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni síðari hluta móts.
,,Hann er inni í myndinni hjá okkur. Hann vill vera en það þarf að ná samkomulagi við hann og það er ekki í höfn," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.
 
,,Við ætlum okkur að ná í senter og ef að einhverjir íslenskir framherjar eru á lausu þá lítum við jafnvel frekar til þess."
 
Spear vakti mikla athygli í yngri flokkum Plymouth á sínum tíma og þegar hann var fimmtán ára náði Newcastle að krækja í leikmanninn.
 
Spear náði þó ekki að standast væntingar hjá Newcastle og hann fór frá félaginu fyrr á þessu ári.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.