Frumsýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í dag

Löng safnahelgi

5.Nóvember'11 | 08:30
Um helgina er í gangi í Vestmannaeyjum Löng safnahelgi og hófst dagskráin síðastliðið fimmtudagskvöld með eyjakvöldi á Cafe Kró. Í dag heldur dagskráin áfram með fjölmörgum viðburðum en m.a. er frumsýning Leikfélags Vestmannaeyja á leikritinu Ronja Ræningjadóttir og einnir eru styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í dag. Dagskrá dagsins í dag má sjá hér að neðan:
Safnahús
13.00 Opnun á myndlistarsýningu Brynhildar Friðriksdóttur.
Kynning á nýjum bókum. “, Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba, „Lýtalaus“ og Viðar Hreinsson „Eldhugi við ysta haf“. Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar. Eftir upplestur Viðars munu Kitty Kovács og Balázs Stankowsky flytja lag úr íslensku tónlistarhandriti er ritað var í Eyjum 1742 og var í eigu sr. Bjarna.

14.00 „Oddgeir Kristjánsson - minningin og tónlistin lifir.“ Sýning og tónlist í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli tónskáldsins ástsæla.
Í tilefni af Safnahelgi opnar laugardaginn 5. nóvember útsala á bókum í miðrými og kjallara miðrýmis Safnahúss. Allar innbundnar bækur á kr. 100 og kiljur á kr. 50.
 

15.00 Betel / Gamla höllin
Styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Stjórnandi Jarl Sigurgeirsson
 

17.00 Bæjarleikhúsið- Ronja ræningjadóttir - frumsýning.
 

20.00 Surtseyjarstofa
Kynning á nýjum bókum. Sér Bjarni Karlsson, Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason.

21.00 Vinaminni
Tríó Glóðir Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon bassaleikari.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.