Eyjablikk með D-vottun

4.Nóvember'11 | 13:48
Síðustu 6 mánuðu hefur Eyjablikk í samstarfi við Samtök Iðnaðarins (SI) unnið að innleiðingu gæðakerfis samtakanna við rekstur og stjórnun fyrirtækisins.
Vottunin er liður í stefnumótun fyrirtækisins en Eyjablikk hóf að vinna eftir því í ágúst og er unnið eftir sér sniðinni gæðahandbók í dag.
 
Fyrirtækið er að stækka og þróast og það kallar á markvissari stjórnun. Innleiðing á gæðakerfinu er okkar leið til að auka afköst starfsmanna, auka nýtni og bæta þjónustu til viðskiptavinarins. Allir starfsmenn Eyjablikks hafa tekið vel í breytingarnar og leggja sig fram við að innleiða nýja kerfið.
 
Vinnan við gæðakerfið hefur auðveldað stjórnendum Eyjablikks að bæta rekstur og aukið þekkingu innan fyrirtæksins með utanaðkomandi ráðgjöf, en þessari vinnu hefur Kristín Hartmannsdóttir nemi í Byggingartæknifræði og tækniteiknari stýrt fyrir Eyjablikk.
 
Samhliða vinnuni við gæðakerfið var ákveðið að stefna á að fá D-vottun frá SI, en D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.

Það var svo þann 28.september síðastliðinn sem Eyjablikk fékk þessa vottun frá Samtökunum og því til staðfestingar var fyrirtækinu afhend viðukenning. Það voru Kristín Hartmannsdótttir, Gæðastjóri Eyjablikks og Stefán Lúðvíksson sem tóku við viðurkenningunnu frá Ferdinand Hansen hönnuðu kerfisins og starfsmanni Samtaka Iðnaðarins.
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).