Ása Jóhannsdóttir er snillingur sem valdi Vestmannaeyjar fram yfir stressið í Reykjavík..

4.Nóvember'11 | 08:13
Við hér á Veröldinni skelltum okkur í menningarferð til Vestmannaeyja og hittum hana Ásu Jóhannsdóttur sem hefur búið sér og sínum yndilslegt heimili þar. Hún festi nýlega kaup á 102 ára gömlu húsi í hjarta bæjarins og dundar sér við að gera það upp með sínum handlagna sambýlismanni Ólafi Vestmann.
Hvað ertu að sýsla í Eyjum??
Ég rek handverkshúsið Vilpu ásamt hópi kvenna hér í Eyjum. Ég er aðallega að hanna og framleiða skart og fylgihluti. Við fengum gamla skipakró, Pipphús, sem við gerðum upp og komum okkur fyrir í. Þar erum við með verkstæði og vinnustofur fyrir sex konur og svo handverksmarkað. Við blöndum saman hráu umhverfi, handverkinu okkar og gömlum antíkmunum úr Eyjum sem að eigandi hússins var svo almennilegur að leyfa okkur að nota. Nú svo er ég leigupenni og textasmiður í bland
 
Er gott að búa í Eyjum líkt og í Kópavogi??
Það er frábært að búa í Eyjum. Eyjamenn taka vel á móti aðfluttum, eru opnir, hressir og hjálplegir. Hér er nóg vinna og gróska í samfélaginu. Svo er lífstakturinn allt annar en í 101 en við eigum líka í búð þar. Ég held samt áfram með Breiðablik!
 
Ég verð að hrósa þér fyrir frábæra endurhönnun á húsi þínu, hvaðan færð þú innblástur?
Ég er mjög hrifinn af þessum létta Skandinavíska stíl og elska að blanda saman gömlu og nýju, dýru og ódýru. Dönsku hönnunarblöðin hrannast upp hjá mér, svo fylgist ég með nokkrum skemmtilegum bloggurum á netinu. Ég hef líka alltaf þrætt markaði hvert sem ég fer. Suma af mínum uppáhaldshlutum hef ég fundið á antíkmörkuðum erlendis. Ég er líka rosalega hrifin af íslenskum hönnuðum, elska útskornu stálhilluna mína frá Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttir í Studio Bility og kollurinn Fuzzy er á óskalistanum.
 
Sáuð þið hjónakornin alfarið um alla vinnu og hönnun á húsinu?
 Við keyptum okkur yfir 100 ára gamalt þriggja hæða hús sem var sem betur fer búið að taka í gegn að utan. Við erum að dunda okkur við að gera það upp að innan og eins og með öll gömul hús eru verkefnin óþrjótandi. Við gerum þetta allt sjálf og ég er svo heppin að eiga einstaklega handlaginn mann.
 
Fyrsta verkefnið var að rífa óteljandi lög af dúkum, teppum og plastparketi af miðhæðinni og slípa niður upprunalegu gólffjalirnar. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna. Æðislegt að finna yfir hundrað ára fjalir undir fótum.
 
Hvað með skartið sem þú ert að búa til, hvert sækir þú hugmyndirnar þar?
Þar er ég kannski meira á hefðbundnum nótum, vinn gripina svolítið eftir efninu og læt það ráða. Ég er búin að vera rosalega hrifin af bóhem hippastíl með litríkum, síðum perlufestum, leðri og silfri.
 
Hvað finnst þér best að borða?
Austurlenskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Elska góðan indverskan mat og hef alltaf haldið sérstaklega uppá tælenskan mat.
 
Áttu þér uppáhaldshönnuð?
 Í innanstokksmunum held ég mikið uppá Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttir og það sem hún hefur gert í Studio Bility. Mér finnst líka mikið varið í Eames hjónin, mest vegna þess hversu framsýn þau voru og hvernig þau spáðu í nýjar framleiðsluaðferðir og efni. Svo er ég svona laumu Bauhaus fan. Það er kannski af því að í hina röndina er ég eins og sígauni sem sankar að sér endalausu dóti á flóamörkuðum.
 
Hins vegar finnur þú ekki lélegra merkjasnobb en mig. Mér er alveg sama hvaðan hluturinn kemur eins lengi og mér finnst hann fallegur og hafa eitthvað við sig.
 
Ef að við erum að tala um fatahönnuði þá ég fíla Vivienne Westwood og Önnu Sui.
 
Fullkomin helgi í þínum augum, ef þú þyrftir ekki að borga reikninginn?
 Ég færi með fulla flutningavél af matvælum til Súdan, skryppi svo til Malaví með öll þau aðföng sem að Þróunarsamvinnustofnun gæti notað og endaði á góðu hvíldarhóteli í Gambíu svona rétt áður en ég færi heim.
 
Ef þetta er bara svona prívat þá myndi ég vilja fljúga með manninum til New York, gista á Crosby Street hótelinu í Soho, kíkja í leikhús og út að borða á Le Bernardin. Svo myndi ég eyða einum degi í rússnessku banya á Wall Street. Frábært baðhús með sundlaug og ekta rússneskri sána. Bjóða manninum í þyrluflyg yfir borgina, á nokkur söfn og enda á góður steikhúsi fyrir bóndann. Einfalt og kósí.
 
Hvenær á að opna litla draumakaffihúsið ?
Það er á 10 ára planinu ;);) Framtíðin er í Vestmannaeyjum og hér eru endalausir möguleikar fyrir skapandi, hugmyndaríkt fólk.

Myndir og umfjöllun pressan.is má sjá hér
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.