Vinjettuhátíð í Vestmannaeyjum

Upplestur og hljóðfærasláttur

3.Nóvember'11 | 09:52
Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn þann 6 nóv. n.k. í Kaffi Kró kl.16-18. Valinkunnir heimamenn lesa upp úr verkum Ármanns Reynissonar. Hljóðfæraleik og söng annast Unnar Gísli Sigurmundsson sem kynnir í leiðinni nýja hljómdiskinn sinn.
Upplesarar ásamt höfundi eru: félagar úr Kvenfélaginu Líkn þær Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, nemendur úr Framhaldsskóla Vestmannaeyja þau: Viktor Rittmuller og Berglind Karlsdóttir. Heldriborgararnir þeir: Gísli Halldór Jónasson og Hermann Einarsson einnig kemur fram Unnur Ólafsdóttir vert. Hlé verður gert í miðri dagskrá fyrir veitingar og spjall. Aðgangur ókeypis.
 
Vinjettuhátíðar hafa verið haldnar á 29 stöðum víða um land og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum landsmanna í þúsund ár en lögðust af fyrrihluta síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem vinjettuhátíð er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var vinjettuhátíð haldin í Vélarsalnum í október 2003 við húsfyllir og mikill rómur gerður af henni sem lifir enn þann dag í dag.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.