Vinjettuhátíð í Vestmannaeyjum

Upplestur og hljóðfærasláttur

3.Nóvember'11 | 09:52
Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn þann 6 nóv. n.k. í Kaffi Kró kl.16-18. Valinkunnir heimamenn lesa upp úr verkum Ármanns Reynissonar. Hljóðfæraleik og söng annast Unnar Gísli Sigurmundsson sem kynnir í leiðinni nýja hljómdiskinn sinn.
Upplesarar ásamt höfundi eru: félagar úr Kvenfélaginu Líkn þær Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, nemendur úr Framhaldsskóla Vestmannaeyja þau: Viktor Rittmuller og Berglind Karlsdóttir. Heldriborgararnir þeir: Gísli Halldór Jónasson og Hermann Einarsson einnig kemur fram Unnur Ólafsdóttir vert. Hlé verður gert í miðri dagskrá fyrir veitingar og spjall. Aðgangur ókeypis.
 
Vinjettuhátíðar hafa verið haldnar á 29 stöðum víða um land og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum landsmanna í þúsund ár en lögðust af fyrrihluta síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem vinjettuhátíð er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var vinjettuhátíð haldin í Vélarsalnum í október 2003 við húsfyllir og mikill rómur gerður af henni sem lifir enn þann dag í dag.
 
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.