Vinjettuhátíð í Vestmannaeyjum

Upplestur og hljóðfærasláttur

3.Nóvember'11 | 09:52
Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn þann 6 nóv. n.k. í Kaffi Kró kl.16-18. Valinkunnir heimamenn lesa upp úr verkum Ármanns Reynissonar. Hljóðfæraleik og söng annast Unnar Gísli Sigurmundsson sem kynnir í leiðinni nýja hljómdiskinn sinn.
Upplesarar ásamt höfundi eru: félagar úr Kvenfélaginu Líkn þær Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, nemendur úr Framhaldsskóla Vestmannaeyja þau: Viktor Rittmuller og Berglind Karlsdóttir. Heldriborgararnir þeir: Gísli Halldór Jónasson og Hermann Einarsson einnig kemur fram Unnur Ólafsdóttir vert. Hlé verður gert í miðri dagskrá fyrir veitingar og spjall. Aðgangur ókeypis.
 
Vinjettuhátíðar hafa verið haldnar á 29 stöðum víða um land og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum landsmanna í þúsund ár en lögðust af fyrrihluta síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem vinjettuhátíð er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var vinjettuhátíð haldin í Vélarsalnum í október 2003 við húsfyllir og mikill rómur gerður af henni sem lifir enn þann dag í dag.
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).