Sumarvertíð lokið og við komnir heim til Eyja

Kristó kokkur á Álsey VE 2 bloggar

3.Nóvember'11 | 10:51

Álsey

Við vorum komnir heim til Eyja laugardaginn 22 október. Því reyndist stóri túrinn okkar (1.000 tonn) sem við lönduðum á Þórshöfn um miðjan október mánuð vera jafnframt sá síðasti á þessari sumarvertíða á síld og makríl. Eftir þann túr gekk síldin hratt inn í Færeysku lögsöguna og því orðið langt á miðin fyrir okkur til að koma með hráefni í land til vinnslu. það var tekinn leit með vonum um að finna síld á austfjarðarmiðum, leit sem skilaði okkur engu. Var tekinn þá ákvörðum um að við færum heim á leið og skipið græjað og gert klárt fyrir næsta verkefni sem verður nót.
En í baksýnisspeglinum stendur eftir vel heppnuð sumarvertíð á síld og makríl sem hófst í júní og lauk hjá okkur á Álsey, Júpíter og Þorsteini 22 okt sem fyrir segir. Guðmundur VE 29 en þá einn eftir fyrir norðan í Norsku eða Færeysku og fiskar það sem eftir stendur af norsk/íslenska síldarkvótanum sem Ísfélagið á eftir að veiða.
 
Júpíter fór á Þórshöfn græjaði sig á loðnunót og reyndi fyrir sér með takmörkuðum árangri vegna veðurs og skilyrða. Er hann þess vegna kominn aftur á Þórshöfn og bíður færis. Við og Þorsteinn lögðum hinsvegar í ann beint til Eyja til að græja okkur og gera fína.
 
Fljótlega við komuna heim var hafist handa við að þrífa, græja og gera skipið klárt fyrir nýtt verkefni sem verður nótin góða og er trollið því komið í land. Önnur ljósavélin er klár eftir að hafa verið í allsherjar skveringu hjá Sigga Óla Guðna( Ólafs á Gjafar) Eyjapeyja og hans félaga (mann ekki nafnið á honum !! Finnbogi?? )
 
En hvort það verður farið á síldveiðar á heimaslóð eða norður við ísrönd á loðnu er ekki komið á hreint að svo stöddu. Það stendur á því að gefa út kvóta fyrir heimasíldina, veður og ástand á loðnumiðunum er með þeim hætti að við höfum bara ekkert að gera þangað sem stendur. Svo við bíðum færis enn um sinn og viðhald er því framhaldið.
 
Hvort korkkalgeggjarinn sem er væntanlegur um borð sé kominn á verkefnalistann í þessari lotu veit ég ekki ennþá, en eitthvað eru menn þó farnir að skoða sig um spá og pæla hvar hann á að vera og svoleiðis. En tíminn mun svo skera úr um það hvenær, hvert og á hvað veiðar við förum, með korkkalgeggjarann nýja eður ei.
 
En þangað til þá bíðum við bara spakir. Græjum og gerum meira fínt hjá okkur og verðum rosalega tilbúnir þegar kallið kemur. Verðum við ekki farnir fyrir helgi, förum við vonandi sem flestir á Árshátíð starfsmannafélags Ísfélagsins á laugardaginn upp í Höll og þiggjum veitingar frá Ísfélaginu í góðu fyrirpartýi í Básum, eins og góðu Ísfólki er einum lagið ;-) En það væri vel til fallið hjá okkur vistmönnum á Álsey að taka eitt gott kvöld eftir þessa góðu vertíð með mökum og öðru Ísfólki, sem markar svo vonandi upphaf af næstu vertíð, sem vonandi er ekki langt undan. Sem myndi svo aftur færa líf okkar bæjarfélag með til heyrandi vertíðarstemmingu:-)
 
Þangað til tökum við bara Hemma Gunn á þetta og segjum " Verið hress ekkert stress, BLESSSSS..."
 
Bestu kveðjur frá Eyjunni fögru í suðri með nokkrum myndum frá heimkomu okkar og komu ÞÓRs til Eyja, Kristó

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).