ÍBV og fleiri félög sýna Atla Heimissyni áhuga

1.Nóvember'11 | 16:47
Atli Heimisson gæti verið á förum frá norska félaginu Asker en samningur hans er að renna út.
 
Atli var markahæsti leikmaður Asker á nýliðnu tímabili en hann skoraði sex mörk í norsku fyrstu deildinni og fjögur mörk í norska bikarnum.
 
Það dugði þó ekki til að hjálpa Asker að bjarga sér frá falli úr fyrstu deildinni. Asker byrjaði tímabilið af miklum krafti en undir lokin gekk ekkert upp og eftir tap í síðustu sex leikjunum féll liðið á markamun.
 
,,Síminn er opinn og ég er tilbúinn að skoða allt," sagði Atli í samtali við Fótbolta.net.
 
,,Asker hefur boðið mér nýjan eins árs samning með uppsagnarákvæði um mitt sumar og það lítur vel út. Þá hafa nokkur íslensk félög einnig haft samband."
 
Á meðal þeirra félaga sem hafa haft samband við Atla er ÍBV en hann lék með Eyjamönnum í tvö ár áður en hann fór til Asker árið 2008. Atli, sem er 24 ára, var meðal annars valinn bestur í 1. deildinni árið 2008 með ÍBV en hann kom til félagsins fá Aftureldingu á sínum tíma.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%