Dagbók lögreglunnar

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í síðustu viku

Helstu verkefni frá 24. til 31. október 2011

31.Október'11 | 16:21

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Töluvert tilstand var við komu varðskipsins Þórs til Vestmannaeyjar þann 26. október sl. og stóðu lögreglumenn m.a. heiðursvörð við skipið í tilefni af komu þess.
Eitthvað var um útköll í tengslum við skemmtanahald helgarinnar en þau voru í nær öllum tilvikum léttvæg og leystust á staðnum.
 
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða óhapp á Strandvegi þar sem hjólreiðamaður lenti á bifreið sem ekið var eftir götunni. Hjólreiðarmaðurinn mun hafa meiðst lítisháttar í óhappinu.
 
Í vikunni var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem lagt var á bifreiðastæðinu við Áshamar 59 og sá sem tjóninu olli hafi farið í burtu án þess að tilkynna um það. Er talið að óhappið hafi átt sér stað að kvöldi 23. október sl. eða aðfaranótt 24. október sl. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi óhappið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.