Fjöldi eyjamanna tók á móti nýju varðskipi

Myndagallerý fylgir fréttinni

27.Október'11 | 08:47
Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í gær við minnismerkið - Skrúfuna fyrir fyrsta varðskipið Þór, sem upphaflega var keypt af Björgunarfélagi Vestmannaeyja 26. mars árið 1920 til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar. Skipið varð síðar eða árið 1926 upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar.
Fjöldi fólks var samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar festi landfestar og gekk svo um borð. Eyjamenn tóku vel á móti nýja skipinu, bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna og skotið var úr fallbyssu á Skansinum, gamla varnarvirkinu í Eyjum þegar Þór sigldi inn innsiglinguna.
 
Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum liðsinnti Landhelgisgæslunni með ýmsum hætti við komuna og fylgdi Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar nafna sínum til hafnar. Einnig sigldi lóðsinn í Eyjum til móts við varðskipið og sprautaði viðhafnarúða yfir varðskipið Þór áður en siglt var inn í höfnina.

Við komuna bárust varðskipinu fjölmargar veglegar gjafir, m.a. frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, Bæjarstjórninni, Kvenfélagi björgunarfélagsins Eykyndils, Ísfélaginu og fleirum.
 
 

Myndir frá komu varðskipsins Þórs má sjá hér
 
Myndirnar tóku Óskar Elías Sigurðsson og Elvar Þór Eðvaldsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.