Varðskipið Þór kemur til eyja í dag

Opið almenningi í dag

26.Október'11 | 07:48
Varðskipið Þór er nú komið inn í íslenska leitar- og björgunarsvæðið og verða Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður þegar komið er til Íslands.
Leggst varðskipið að bryggju í Friðarhöfn á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og verður skipið opið til sýnis milli kl. 14:00-20:00. En skipið lætur úr höfn um kvöldið og heldur það þá til Reykjavíkur.
 
Fyrsta björgunar- og varðskip Íslands í eyjum
Það var þann 26. mars árið 1920 sem m/s Þór kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Var þetta skip fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, en öll önnur skip sem gætt höfðu landhelinnar og sinnt björgunarstörfum voru dönsk. Skipið, sem var tuttugu og eins árs gamalt á þeim tíma, var keypt frá Danmörku og átti að kosta 150 þúsund en eftir að vera komið til Vestmannaeyja með öllum búnaði reyndist kostnaðurinn vera kominn í 272 þúsund krónur.
 
Skipið var upprunalega togari sem hannaður var í Englandi fyrir dansk-íslenska verslunar- og fiskveiðifélagið á Geirseyri. Þetta var gufuskip, 205 tonna, 115 feta (35.05 m) langt, 21 fet (6.4 m) að breidd og ganghraði um 10 mílur.
 
Rekstur skipsins var frekar kostnaðarsamur og varð bæjarsjóður að kosta útgerð Þórs að mestu. Nokkru áður en skipið kom til landsins samþykkti bæjarstjórn ábyrgð á láni handa Björgunarfélaginu til reksturs skipsins, allt að 100 þúsund krónur, gegn veði í skipinu. Oft var reynt að semja við ríkisstjórn um leigu á skipinu til strandgæslu á sumrum og til að hafa eftlit um síldveiðitímann. Því var hafnað og var skipið aðgerðalaust milli vertíða. Það var ekki fyrr en árið 1922 sem útgerð skipsins fór að ganga betur, en það sumar var skipið í fyrsta sinn við eftirlit með síldveiðum og létti það rekstur skipsins til muna
 
Árið 1924, í júlímánuði, var sett fallbyssa í skipið vegna þess hversu erfiðlega gekk í stríðinu við landhelgisbrjótana. Einar M. Einarsson var skipaður fallbyssuskytta og var þar með fyrsti Íslendingurinn sem fær opinbera skipun í það embætti.
 
Þrátt fyrir að skipið vann verkefni fyrir síldarflotann var reksturinn of kostnaðarsamur fyrir bæinn. Því samdi Björgunarfélagið við ríkisstjórnina um að kaupa skipið með þeim skilyrðum að það yrði hér við Vestmannaeyjar við sams konar gæslustörf í 3-4 mánuði yfir vetrarvertíð árlega. Var skipið afhent ríkisstjórninni árið 1926.
 
Þór gegndi svo landhelgisstörfum sínum fram til ársins 1929, en það ár strandaði skipið á Sölvabakkaskerjum á Húnaflóa og sökk þar.
 
Árið 1979, á Sjómannadeginum, var vígður minnisvarði um Þór. Minnisvarðinn er hlaðinn stallur með skrúfunni af Þór á toppi þess, en kafarar náðu henni upp og Björgunarfélagið keypti hana. Undanfari þessa máls hafði verið langur en Björgunarfélagið keypti skrúfuna árið 1972 og ætlaði að setja hana upp á Skansinum. Heppilegt má teljast að ekki var drifið í því þar sem allt það svæði fór undir hraun örfáum mánuðum seinna. Lagðist málið í dvala og ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem skrúfan kom til Eyja og minnisvarðinn byggður. Það voru þeir Runólfur Dagbjartsson, múrarameistari, og Ólafur Á. Kristjánsson sem komu minnisvarðanum upp með dyggri hjálp Björgunarfélagsins og Eykyndils.
-heimild heimaslod.is
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.