Dagbók lögreglunnar

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir ávana- og fíkniefnum

Helstu verkefni frá 17. til 24. október 2011

24.Október'11 | 14:23

Lögreglan,

Það var ýmislegt sem kom inn á borð lögreglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál. Helgin fór ágætlega fram og lítil sem engin vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins.
 
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann hafði verið ölvaður og með óspektir á almannafæri og því ekki annað að ræða en að vista hann í fangaklefa þar til víman rann af honum.
 
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á klæðningu á suðurgafli Hótel Eyjar. Hafði greinilega verið sparkað í klæðningiuna því hún er meira og minna brotin. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en lögreglan þyggur allar ábendingar um þá sem þarna áttu hlut að máli.
 
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir ávana- og fíkniefnum og þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, auk þess sem hann var réttindalaus við aksturinn.
 
Sl. laugardag var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið á bifreiðastæðinu við Foldahraun 39 og sá sem olli tjóninu hafi ekið í burtu án þess að tilkynna um óhappið. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um atvikið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni. Fyrra tilvikið átti sér stað á athafnasvæði Eimskips í Friðarhöfn þar sem vörubifreið lenti utan í fólksbifreið. Töluvert tjón varð á fólksbifreiðinni en engin slys urðu á fólki.
 
Seinna tilvikið átti sér stað aðfaranótt sl. laugardags á Friðarhafnarbryggju en þarna hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósamastri á bryggjunni. Farþegi í bifreiðinni kvartaði undan eymslum í baki og var honum komið undir læknishendur. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is