Breytingar gerðar á starfslaunum bæjarlistamanns

Fyrirhugað að stofna sjóð til styrktar ungum listamönnum

19.Október'11 | 08:53

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyja fundaði síðastliðinn mánudag og var m.a. fjallað um fyrirhugaðar breytingar á starfslaunum bæjarlistamanns Vestmannaeyja.
Ráðið samþykkir breytingar á reglum um starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja en helstu breytingarnar felast í því að starfslaunin verða veitt annað hvert ár og því hlýtur Bæjarlistamaður Vestmannaeyja þann titil í 2 ár frá útnefningu. Önnur breyting sem gerð verður er að auk umsókna verði sóst eftir tilnefningum um starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja.
Þessar breyting eru fyrst og fremst gerðar til að auka veg og virðingu þeirra listamanna sem þennan heiður hljóta.
 
Í sama vettvangi vill ráðið koma á fót sjóð til að styðja við unga listamenn sem veitt verður úr það ár er ekki er valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Formanni ráðsins og menningarfulltrúa er falið að vinna að stofnun sjóðsins.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.