Gott fólk á allt gott skilið

Færðu Íþróttafélaginu Ægi ágóðann af Ufsaskalla Invitational

18.Október'11 | 08:29
Þeir félagar Valtýr Auðbergsson og Kristján Georgsson komu færandi hendi uppí Íþróttamiðstöð þann 8. október. Ægir, íþróttafélag fatlaðra, stóð þar fyrir stærðarinnar Íslandsmóti í boccia og því vel við hæfi að taka við þessari rausnarlegu gjöf þar. Upphæðin var ágóði af golfmótinu Ufsaskalli Invitational og hljóðaði uppá 283.500 krónur. Af því tilefni tók eyjar.net Valtý í smá spjall.
 
Hvenær og hvernig kviknaði þessi hugmynd hjá þér?
„Þetta byrjaði árið 2009 þar sem okkur peyjunum langaði til að gera okkur smá dagamun í golfi“, segir Valtýr. Þeir voru 14 talsins þá og svo vatt þetta uppá sig. Þeir ákváðu að taka þetta skrefi lengra næst og þá tóku 26 manns þátt. Mótið sprengdi svo allt utan af sér í sumar og tóku samtals 40 manns þátt í mótinu og er útlit fyrir enn stærra mót að ári. „Þetta var sem sagt þriðja mótið sem við héldum núna í ár“, segir Valtýr kátur.
 
 
Fyrir hvað stendur Ufsaskalli?
„Þetta er eitthvað sem að Kiddi Gogga byrjaði að kalla mig og það festist við mig“, segir Valtýr. Það var svo tekin ákvörðun um hafa það nafn á mótinu.
 

Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þið gáfuð Íþróttafélaginu Ægi ágóðann?
„Við hugsuðum með okkur þar sem það var afgangur af peningum að það væri hægt að nýta þennan pening til góðs. Í beinu framhaldi setti ég mig í samband við formann Ægis sem var mjög þakklát fyrir að félagið skyldi fá að njóta ágóðans“, segir Valtýr að endingu.
 

Það ber að nefna að það voru margir aðilar sem styrktu golfmótið og voru því einnig að styrkja Íþróttafélagið Ægi. Má þar nefna BK-gler, Símann, Einsa kalda, Vaðvíkurbræður Arnþór og Sveinn Henrýssynir, Axel Ó, Robbi Gucci, Hole in One, Ribsafari, Flugfélagið Ernir, Ellingsen, Askja, Golfplanet.net, Eyjar.net, Karl Haraldsson, Helgi Braga og Golfklúbbur Vestmannaeyja, Kaffi kró, Tói og Diddi Vídó og Þórarinn Ingi Valdimarsson.
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).