Dagbók lögreglunnar

Stoppuð með fölsuð skilríki á Volcano

Helstu verkefni frá 10. til 17. október 2011

17.Október'11 | 16:18

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en nokkuð var um útköll vegna ölvunaróláta.
Aðfaranótt sl. sunnudag reyndi stúlka á 18. ári að komast inn á veitingastaðinn Volcano með fösluðum skilríkjum en árvökull dyravörður sá í gegnum fölsunina og lét lögreglu vita. Stúlkan viðurkenndi fölsunina og var henni gerð grein fyrir alvarleika málsins.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt í vikunni en um var að ræða rúðubrot í verslun Grétars Þórarinssonar við Heiðarveg. Er talið að rúðan hafi verið brotin aðfaranótt sl. laugardags og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki beðinn um að hafa samband við lögreglu.
 
Einn þjófnaður var tilkynntur í vikunni en aðfaranótt sl. laugardags var tösku stolið af borði í fatahengi veitingastaðarins Volcano. Þeir sem upplýsingar hafa um hver þarna var að verki er beðinn um að hafa samband við lögreglu.
 
Lögreglan vill minna gangandi vegfarendur á að nota endurskinsmerkin en það er margsannað að þau hafa komið í veg fyrir slys. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að láta börn sín bera endurskinsmerki og koma þannig í veg fyrir alvarleg slys.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.