Hafnargarðarnir nái lengra út

17.Október'11 | 10:41
„Ég er sannfærður um að ef austari hafnargarðurinn hefði verið gerður lengra út og bryti þannig öldurnar frá, þá væri Landeyjahöfn í lagi,“ segir Árni Björn Guðjónsson, sem í júlí sl. stofnaði síðu á samskiptavefnum Facebook undir heitinu „Endurgerð Landeyjahöfn“.
Þar hefur hann m.a. sett inn mynd þar sem teiknaður hefur verið lengri hafnargarður austanmegin og til vesturs, ekki ósvipað og hugmyndir Halldórs B. Nellett hjá Landhelgisgæslunni ganga út á sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Kom hann hugmyndum sínum á framfæri í sumar til skipstjóra Herjólfs og bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
 
Til viðbótar vill Árni að girðingum og ljósastaurum verði komið fyrir á hafnargörðunum, til að lýsa höfnina upp og gera hana meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, þannig að þeir geti gengið út á garðana.
 
Árni Björn segist geta tekið undir allt sem fram kom í greinargerð Halldórs. Hafalda sem komist beint inn í höfnina, líkt og í Landeyjum, moki bara sandinum inn.

Hægt er að komast á facebook síðuna hér
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.