Æfðu torfæruakstur á Eldfelli

17.Október'11 | 08:55
Stefnt er að því að halda torfærukeppni á hrauninu í Vestmannaeyjum næsta sumar, eftir tæplega þrjátíu ára hlé. Torfærumenn könnuðu aðstæður á Eldfelli í Eyjum í gær.
Torfærukeppnir voru haldnar í Vestmannaeyjum árin 1983 og 1984. Á myndum sem Ragnar Kristinsson torfæruáhugamaður tók 1984 sést meðal annarra Þorsteinn Guðjónsson þáverandi Íslandsmeistari aka um hraunið. Svæðið sem keppt var á þá hefur síðan verið notað til sorpurðunar.
 
Magnús Sigurðsson, torfærukeppandi og Eyjamaður, fékk þrjá félaga sína með sér til að kanna aðstæður á nýjum stað á hrauninu. Magnús segir aðstæður lofa góðu, vikurinn á svæðinu sé hentugur þar sem grip sé lítið auk þess sem veltur verði mýkri.
 
Við æfingarnar í gær velti Dagbjartur Jónsson bíl sínum Dýrlingnum. Ökumaður og tæki sluppu vel, vatnshosa var það eina sem gaf sig. Auk Dagbjarts mættu til æfingaleiks Hafsteinn Þorvaldsson á Torfunni og Ingólfur Guðvarðarson, en bíllinn hans hefur mýkra nafn, hann er kallaður Pollabuxurnar.
 
Stefnt er að því að halda torfærukeppni á Eldfelli í Eyjum á goslokahátíð næsta sumar.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is