Grunnristari ferja sigli í Landeyjahöfn

15.Október'11 | 08:44

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

 Siglingar Baldurs til Landeyjahafnar um fimm vikna skeið nú í haust hafa að mati Siglingastofnunar sýnt fram á að með grunnristari ferju ganga siglingar vel.
 Stofnunin sendi Morgunblaðinu tilkynningu, þar sem brugðist er við þeirri gagnrýni sem Steinar Magnússon, einn skipstjóra Herjólfs, setti fram í blaðinu í gær á hönnun Landeyjahafnar og siglingar með Baldri til hafnarinnar.
 
„Sigldi skipið, sem skipstjóri Herjólfs kallaði í Morgunblaðinu í gær „drullukláf“, upp að þeim viðmiðunarmörkum öldu sem lagt var upp með þegar höfnin var hönnuð en því hefur Herjólfur ekki náð. Aldrei þurfti að fella niður ferðir vegna dýpis. Eins og og fram hefur komið hentar Herjólfur illa til siglinga í höfnina. Um þetta er samstarfshópur um málefni siglinga til Eja sammála eins og fram kemur í fréttatilkynningu hópsins í síðustu viku: „Ljóst er að siglingar Herjólfs í höfnina eru vandkvæðum bundnar vegna stærðar skipsins, lögunar og djúpristu.“ Samstarfshópinn skipa fulltrúar innanríkisráðuneytis, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar og Eimskips auk skipstjóra Herjólfs,“ segir Siglingastofnun meðal annars í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is