Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands

14.Október'11 | 12:19
Í dag var það staðfest á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að Lars Lagerbäck hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í knattspyrnu. Honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Heimir okkar Hallgrímsson en hann hætti með ÍBV eftir síðasta sumar.
Heimir sem náð hefur frábærum árangri með ÍBV fær þarna ærið verkefni enda hefur lið Íslands ekki náð neinum árangri að undanförnu. Lagerbäck hefur áður stýrt landsliðum Nígeríu og Svíþjóðar og verður gaman að sjá hvort að hann og Heimir ná að hressa upp á árangur Íslands.
 
Eyjamenn eiga því í dag aðstoðarþjálfara bæði í A og U21 árs landsliðum Íslands.
 
Til hamingju með nýja starfið Heimir og gangi þér vel á nýjum stað!!

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.