Ekki endurbæta drullukláf fyrir hundruð milljóna
14.Október'11 | 08:39Steinar Magnússon, einn skipstjóra Herjólfs, er andvígur því að Baldur verði notaður til ferjusiglinga í Landeyjahöfn. Skipið sé á undanþágu, megi ekki sigla á hafsvæðinu, sé of gamalt og geti hvorki tekið nógu marga farþega né bíla.
Kostnaður við endurbætur upp á 200-300 milljónir króna sé ekki forsvaranlegur.
„Það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta og fá skip til frambúðar, vera ekki að rjúka í að fá einhvern drullukláf sem þarf að endurbæta fyrir mörg hundruð milljónir,“ segir Steinar. Hann bætir við að hönnun Landeyjahafnar sé ekki hentug til innsiglingar, en Siglingastofnun hlusti ekki.
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.
Get lært mikið af Lagerbäck
Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands