Árni Johnsen leggur fram fjölda tillagna á Alþingi

12.Október'11 | 08:13
Það verður seint sagt um Árna Johnsen að hann sitji með hendur í skauti sér og slappi af og miðað við þann málafjölda sem að hann hefur lagt fram á Alþingi þá virðist ekkert vera að róast hjá honum. Í gær lagði hann fram 16 tillögur og frumvörp af ýmsum gerðum.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau mál sem að Árni er fyrsti fluttningsmaður af á Alþingi, sjálfsagt er hann einnig meðfluttningsmaður að fjölda frumvarpa en þær eru ekki á listanum hér að neðan:
 
 
Aðgengi að hverasvæðinu við Geysi
Aukin fræðsla í skólum um skaðsemi áfengis
Fornleifarannsóknir í Árnesi og við fossinn Búða, norðan Þjórsár
Fuglaskoðunarstöð í Garði
Gerð lista- og náttúrugarðs fyrir blinda og aðra skynhefta
Íslandssögukennsla í framhaldsskólum
Líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum
Ljóðakennsla og skólasöngur
Málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB
Prestur á Þingvöllum
Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða
Prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson
Samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins
Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ
Stofnun íslenskrar handverksdeildar í Listaháskóla Íslands
Undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar
Uppbygging Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi
Uppstokkun réttarkerfisins og millidómstig
Úttekt á aðgengi sjómanna að þjónustustarfsemi opinberra aðila
Úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins
Vinnuhópur um vöruflutninga
Þríhnúkagígur
Áhafnir íslenskra fiskiskipa
Hafnalög (Helguvíkurhöfn)
Hafnir
Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald
 
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.