Árni Johnsen leggur fram fjölda tillagna á Alþingi

12.Október'11 | 08:13
Það verður seint sagt um Árna Johnsen að hann sitji með hendur í skauti sér og slappi af og miðað við þann málafjölda sem að hann hefur lagt fram á Alþingi þá virðist ekkert vera að róast hjá honum. Í gær lagði hann fram 16 tillögur og frumvörp af ýmsum gerðum.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau mál sem að Árni er fyrsti fluttningsmaður af á Alþingi, sjálfsagt er hann einnig meðfluttningsmaður að fjölda frumvarpa en þær eru ekki á listanum hér að neðan:
 
 
Aðgengi að hverasvæðinu við Geysi
Aukin fræðsla í skólum um skaðsemi áfengis
Fornleifarannsóknir í Árnesi og við fossinn Búða, norðan Þjórsár
Fuglaskoðunarstöð í Garði
Gerð lista- og náttúrugarðs fyrir blinda og aðra skynhefta
Íslandssögukennsla í framhaldsskólum
Líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum
Ljóðakennsla og skólasöngur
Málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB
Prestur á Þingvöllum
Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða
Prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson
Samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins
Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ
Stofnun íslenskrar handverksdeildar í Listaháskóla Íslands
Undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar
Uppbygging Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi
Uppstokkun réttarkerfisins og millidómstig
Úttekt á aðgengi sjómanna að þjónustustarfsemi opinberra aðila
Úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins
Vinnuhópur um vöruflutninga
Þríhnúkagígur
Áhafnir íslenskra fiskiskipa
Hafnalög (Helguvíkurhöfn)
Hafnir
Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...