Ekki heimilt að nota Herjólf sem ferju eftir fjögur ár

8.Október'11 | 07:25
 Samráðshópur um áætlunarsiglingar milli lands og Vestmannaeyja segir að Herjólfur sé ekki hentugur til siglinga í Landeyjahöfn og bendir á að eftir 1. nóvember 2015 sé ekki heimilt að nota hann eða eins skip í ferjusiglingum í Evrópu.Í umfjöllun um Herjólf í Morgunblaðinu í dag segir, að tími til að ráðast í nýsmíði sé því ekki mikill, en hönnun og smíði nýs skips tekur um þrjú til þrjú og hálft ár.
 
Í umfjöllun um Herjólf í Morgunblaðinu í dag segir, að tími til að ráðast í nýsmíði sé því ekki mikill, en hönnun og smíði nýs skips tekur um þrjú til þrjú og hálft ár.
„Þetta er alfarið pólitísk ákvörðun,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um nýsmíðina. Hópurinn óskar eftir því við Vegagerðina að fundið verði heppilegra skip til þess að sjá um þjónustuna.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.