Hljóp 5km á nærfötunum einum fata

7.Október'11 | 11:10
Eins og lesendur eyjar.net tóku eftir í mars mánuði fór fram mikil keppni í skeggvexti hjá karlmönnum á Íslandi ásamt því sem að áheitum var safnað fyrir krabbameinsfélagið. Ágúst Sverrir Daníelsson tók þátt í keppninni og lofaði hann því að hlaupa 5km á nærbuxunum einum fata næði hann að safna 75.000 krónum.
Vinir og kunningjar létu ekki sitt eftir liggja og á endanum náði Ágúst markmiði sínu og fór hann yfir 75.000 krónur í áheitunum. Lítið fór þó fyrir því að Ágúst sæist hlaupa um eyjuna á nærbuxunum þar til í síðustu viku að eyjamenn urðu varir við hálf nakinn karlmann hlaupandi um með bros á vör.
Ágúst hlaup sína leið í 6stiga hita og 15m/sek og virðist það hafa grennt hann ef eitthvað er, Ágúst er greinilega maður sem stendur við orð sín og nú bíðum við spennt eftir næsta mottumars og upp á hverju hann tekur þá.
 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.