Krafan í Eyjum er nýtt skip

6.Október'11 | 08:32
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að staðan í Vestmannaeyjum sé nú svipuð og þegar Múlakvísl tók brúna þar yfir í sundur í sumar. Samgöngur eftir þjóðveginum milli lands og Eyja frá Landeyjahöfn séu rofnar.
 
Þegar þjóðvegurinn hafi rofnað í sumar hafi vegfarendur þurft að fara lengri og erfiðari leið, um Fjallabaksveg, og nú þurfi Eyjamenn að sigla lengri og erfiðari leið, til Þorlákshafnar. Samgönguyfirvöld hafi brugðist skjótt við í sumar og Eyjamenn krefjist þess að þeir sitji við sama borð.

Skipið helsta vandamálið
Siglingar Herjólfs milli Landeyjahafnar og Eyja hafa vægast sagt gengið illa. Meðan Herjólfur var í slipp í Danmörku var Breiðafjarðarferjan Baldur fengin í staðinn og þá gekk mun betur. „Vandamálið í kringum þessa siglingu er fyrst og fremst skipið,“ segir Elliði. Hann leggur áherslu á að Herjólfur, sem sé um 2.000 tonn, sé mjög óhentugur til siglinga í Landeyjahöfn, bæði í höfninni og fyrir framan hana. Kjölurinn sé tiltölulega flatur, sérstaklega við skutinn, sem geri það að verkum að stjórnhæfni hans sé verulega skert, þegar aldan komi á aftanvert hornið. Baldur sé um 600 tonn og með skipslegri skrokk. Djúprista Herjólfs sé um 5 metrar en Baldurs rúmlega 3 metrar. Hægt sé að nota Baldur í allt að 3,5 m ölduhæð í Landeyjahöfn en fari ölduhæð yfir 2,5 m sé ekki hægt að nota Herjólf. Frátafir á skipi eins og Baldri séu innan við 10% á ári en erfiðustu fimm mánuði ársins séu frátafir Herjólfs 20-40%. „Það þýðir að í fimm mánuði á ári þurfum við að fara Fjallabaksleið syðri, til Þorlákshafnar,“ segir hann.
 
Elliði áréttar að ekki hvarfli að Eyjamönnum að bæta samgöngur til Vestmannaeyja á kostnað annarra á landsbyggðinni. Tveir kostir séu í stöðunni. Annars vegar að fundið verði annað skip erlendis sem svipi til Baldurs eða annað skip sem geti komið í stað Baldurs á Breiðafirði og Baldur sigli þá milli Landeyjahafnar og Eyja.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).