Tónleikar í tilefni 100 ára afmæli Oddgeirs Kristjánssonar í Hörpu

Forsala fyrir Eyjamenn, nær og fjær hófst í dag

6.Október'11 | 10:53
Forsala fyrir Eyjamenn, nær og fjær, á Bjartar vonir vakna, tónleika sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmælis Oddgeirs Kristjánssonar, hefst núna kl. 10.00 í dag fimmtudag. Eyjamenn geta sem sagt nýtt sér forsölu í sólarhring, því almenn forsala hefst kl. 12.00 á morgun föstudag. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera, er að senda tölvupóst á daddi@hollin.is og þá mun hann senda viðkomandi leiðbeiningar.
 
Tónleikarnir í Hörpu verða þann 16.nóvember og þar koma fram margir af bestu söngvurum og söngkonum þjóðarinnar og sérstakur gestur verður hinn síungi og frábæri Ragnar Bjarnason, sem sungið hefur lög Oddgeirs í yfir 50 ár. Aðrir sem syngja á tónleikunum eru Helgi Björnsson, Andrea Gylfadóttir, Íris Guðmundsdóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Ingi og Margrét Eir. Þorvaldur Bjarni útsetur lög Oddgeirs í hátíðarbúning og stjórnar síðan sjálfur 15 manna hljómsveit á tónleikunum. Það er því ljóst að þetta er viðburður sem enginn Eyjamaður lætur fram hjá sér fara.

Viðskiptavinir í Vildarklúbbi Íslandsbanka fá 1.000 króna afslátt af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Íslandsbanka í miðasölu Hörpu. Miðasala Hörpu er opin alla virka daga frá klukkan 10:00 - 18:00. Framvísa þarf greiðslukorti frá Íslandsbanka í miðsölunni.
Hámarkskaup eru 4 miðar á hvert greiðslukort. 1000 króna afslátturinn gildir einnig á tónleikana í eyjum en forsala á þá tónleika fer fram í versluninni La Tienda.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.