Tónleikar í tilefni 100 ára afmæli Oddgeirs Kristjánssonar í Hörpu

Forsala fyrir Eyjamenn, nær og fjær hófst í dag

6.Október'11 | 10:53
Forsala fyrir Eyjamenn, nær og fjær, á Bjartar vonir vakna, tónleika sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmælis Oddgeirs Kristjánssonar, hefst núna kl. 10.00 í dag fimmtudag. Eyjamenn geta sem sagt nýtt sér forsölu í sólarhring, því almenn forsala hefst kl. 12.00 á morgun föstudag. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera, er að senda tölvupóst á daddi@hollin.is og þá mun hann senda viðkomandi leiðbeiningar.
 
Tónleikarnir í Hörpu verða þann 16.nóvember og þar koma fram margir af bestu söngvurum og söngkonum þjóðarinnar og sérstakur gestur verður hinn síungi og frábæri Ragnar Bjarnason, sem sungið hefur lög Oddgeirs í yfir 50 ár. Aðrir sem syngja á tónleikunum eru Helgi Björnsson, Andrea Gylfadóttir, Íris Guðmundsdóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Ingi og Margrét Eir. Þorvaldur Bjarni útsetur lög Oddgeirs í hátíðarbúning og stjórnar síðan sjálfur 15 manna hljómsveit á tónleikunum. Það er því ljóst að þetta er viðburður sem enginn Eyjamaður lætur fram hjá sér fara.

Viðskiptavinir í Vildarklúbbi Íslandsbanka fá 1.000 króna afslátt af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Íslandsbanka í miðasölu Hörpu. Miðasala Hörpu er opin alla virka daga frá klukkan 10:00 - 18:00. Framvísa þarf greiðslukorti frá Íslandsbanka í miðsölunni.
Hámarkskaup eru 4 miðar á hvert greiðslukort. 1000 króna afslátturinn gildir einnig á tónleikana í eyjum en forsala á þá tónleika fer fram í versluninni La Tienda.
 
 

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.